Fréttir


Raforkunotkun ársins 2006

12.4.2007

Raforkuhópur Orkuspárnefndar hefur tekið saman tölur yfir raforkunotkun ársins 2006. Fram kemur að árið 2006 jókst raforkuvinnsla um 14,3% frá fyrra ári. Notkun raforku í stóriðjufyrirtækjum jókst um 20,7% frá fyrra ári og aukning almennrar notkunar var um 4,8%. Töp við flutning orkunnar frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda voru 269 GWh.

Veðurfar hefur nokkur áhrif á raforkunotkun, og skýrist aðallega af rafhitun húsnæðis. Til að fá eðlilegan samanburð milli ára á þróun almennrar raforkunotkunar er hún því oft leiðrétt út frá lofthita. Síðasta ár var hlýrra en meðalár og einnig hlýrra en árið 2005. Þegar leiðrétt hefur verið með tilliti til hitastigs er notkunin því meiri árið 2006 en ella og hlutfallslega meiri en árið á undan.  

Niðurstöður frá raforkuhópi Orkuspárnefndar um raforkunotkun ársins 2006 (pdf)

Raforkuhópur Orkuspárnefndar er samráðsvettvangur efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Fasteignamats ríkisins, Hagstofu Íslands, Samorku og Orkustofnunar, sem stýrir starfi nefndarinnar.


Nánari upplýsingar

veita eftirtaldir fulltrúar raforkuhóps Orkuspárnefndar:

    Íris Baldursdóttir, formaður hópsins, Landsneti
    Ívar Þorsteinsson, verkfræðingur á Orkustofnun
    Jón Vilhjálmsson, ritari hópsins, Verkfræðistofunni Afl ehf.