Fréttir


Olíuleit við Ísland - opinn kynningarfundur í dag

23.4.2007

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið stendur fyrir kynningu á áætlun og umhverfismati vegna hugsanlegrar olíuleitar á Drekasvæði við Jan Mayen hrygginn í fundarsal Orkustofnunar, Grensásvegi 9, í dag mánudaginn 23. apríl, kl. 13.00-16.00.

Dagskrá


13.00-13.10 Aðdragandi og undirbúningur - Hreinn Hrafnkelsson, iðnaðarráðuneyti

13.10-13.25 Olíuleit á Drekasvæði - Kristinn Einarsson, Orkustofnun

13.25-13.35 Lagarammi og stjórnsýsla - Kristín Linda Árnadóttir, umhverfisráðuneyti

13.35-13.50 Hugsanleg efnahagsleg áhrif olíuleitar á Drekasvæði - Benedikt Valsson, fjármálaráðuneyti

13.50-14.05 Jarðfræði og mögulegar olíulindir á Drekasvæði - Bjarni Richter, Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR)

14.05-14.20 Veðurfar og ástand sjávar á Drekasvæði - Ásdís Auðunsdóttir, Veðurstofu Íslands

14.20-14.35 Kaffi

14.35-15.00 Lífríki sjávar, veiðistofnar og fuglalíf á Drekasvæði - Karl Gunnarsson, Hafrannsóknastofnuninni

15.00-15.30 Hugsanleg áhrif olíuleitar á umhverfið á Drekasvæði - Kristján Geirsson, Umhverfisstofnun

15.30-15.50 Umræður

15.50-16.00 Samantekt og næstu skref - Hreinn Hrafnkelsson, iðnaðarráðuneyti

Nánari upplýsingar á vef Iðnaðarráðuneytis.