Fréttir


Dagur umhverfisins - Hrein orka og loftslagsmál

25.4.2007

Dagur umhverfisins, 25. apríl, tileinkaður hreinni orku og loftslagsmálum. Umhverfisráðuneytið efnir til samkomu á Kjarvalsstöðum sem hefst kl. 12:00 á hádegi með ávarpi Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra.

Þá verða veittar viðurkenningar í verkefnasamkeppni grunnskólanna, Varðliðar umhverfisins. Keppnin er samstarfsverkefni umhverfisráðuneytisins, Landverndar og Náttúruskóla Reykjavíkur. Tilgangur keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði.

Þá mun umhverfisráðherra veita viðtöku fyrsta eintaki fræðsluritsins Skref fyrir skref. Ritið er samstarfsverkefni umhverfisráðuneytisins og Landverndar. Ritinu er ætlað að vera leiðarvísir að því sem hvert og eitt okkar getur gert til að skapa vistvænni heim og heilsusamlegra umhverfi.

Umhverfisráðherra mun einnig opna umhverfisvefinn Natturan.is, en á honum verður að finna ítarlegar upplýsingar um umhverfisvottuð fyrirtæki, vörur og þjónustu.

Að lokum mun umhverfisráðherra veita Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, því fyrirtæki sem er talið hafa staðið sig vel á sviði umhverfismála á liðnu ári.

Meira á vef umhverfisráðuneytisins