Fréttir


CO2 - Nýr vefur um loftslagsmál

26.4.2007

Nú hefur Orkusetur sett í loftið nýjan vef um loftslagsmál, www.CO2.is.  Tilgangurinn er að setja fram á einum stað staðreyndir og upplýsingar um útblástursmál og loftslagsbreytingar.

Vefurinn er ætlaður öllum sem áhuga hafa á loftslagsmálum og þar er að finna ýmsar upplýsingar um stöðu mála og hvaða leiðir einstaklingar geta farið til að draga úr eigin útblæstri.

Vefur Orkuseturs er www.orkusetur.is