Jarðhitaskólinn hefur 29. starfsár sitt
Nemendur í sex mánaða sérhæfðu námi verða 21 og koma frá Albaníu 1, Kína 1, Kostaríka 1, El Salvador 3, Erítreu 1, Eþíópíu 2, Indonesíu 2, Íran 3, Jórdaníu 1, Kenýa 2, Níkaragva 1, Rússlandi 1, Tansaníu 1, og Úganda 1. Þetta er í fyrsta sinn sem nemandi kemur frá Albaníu, en nemendur hafa áður komið frá 40 löndum.
Nemendurnir hafa allir lokið háskólaprófi í raunvísindum eða verkfræði, hafa a.m.k. eins árs starfsreynslu í jarðhita í heimalandinu og eru þar í fullu starfi við jarðhita. Sjö nemendur eru í meistaranámi við Háskóla Íslands um þessar mundir á vegum Jarðhitaskólans.
Námskostnaður, ferðir og dagpeningar nemenda eru greiddir með styrkjum sem kostaðir eru af íslenskum stjórnvöldum og Háskóla Sþ.
Við bjóðum nemendurna hjartanlega velkomna til Íslands og í Orkugarð.