Olíuleit við Ísland - Hádegisfundur
Frummælendur
Kristinn Einarsson, landfræðingur hjá Orkustofnun sem fjallar um jarðfræðilegar forsendur og hugsanlegar olíulindir á Drekasvæðinu við Jan Mayen-hrygg og fyrirkomulag olíuleitar, rannsókna og vinnslu.
Lárus Ólafsson, lögfræðingur hjá iðnaðarráðuneyti sem gerir grein fyrir lagaramma og stjórnsýslu á sviði olíuleitar- og olíuvinnslumála.
Í pallborði verður aukinheldur
Kristín Linda Árnadóttir, lögfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu.
Fundarstjóri er Margrét Vala Kristjánsdóttir, lektor við lagadeild HR.
Staður: Stofa 101 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2.
Stund: Mánudagurinn 30. apríl kl. 12:00-13:30
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.