Fréttir


Tímamót í 2. áfanga Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma

21.5.2007

Í september 2004 skipaði iðnaðarráðherra í samvinnu við umhverfisráðherra verkefnisstjórn til að hefja undirbúning að 2. áfanga rammaáætlunar.

Meginverkefni hennar var að taka nýja kosti til mats og afla viðeigandi gagna í því skyni. Henni var ætlað að starfa út árið 2006, en þá yrði skipun hennar endurskoðuð með hliðsjón af breyttu hlutverki. Ný verkefnisstjórn mun taka til við að undirbúa mat á virkjunarkostum með tilliti til vinnsluvirðis og verndargildis, og hafa við það verkefni sér við hlið faghópa líkt og í 1. áfanga verksins.

Verkefnisstjórn hefur formlega lokið störfum (sjá bréf þar um) og skilað ráðherra skýrslu um framvindu verkefnisins og tillögum um skipulag þess út árið 2009, en þá er áætlað að 2. áfanga rammaáætlunar verði lokið.