Eldsneyti: Útblástursgildi og eyðslutölur
Kerfið er einfalt og fylgir hefðbundnum orkueinkunnum þar sem A er besti flokkurinn með litla eyldsneytisnotkun en G er sísti flokkurinn þar sem nýtnin er slök. Einkunnagjöfinni fylgir litur þar sem umhverfisvænni bílar eru grænir og eldsneytishákarnir rauðir. Forsendur eru fengnar frá Umferðarstofnun Danmerkur og eru gerðar meiri kröfur til dísillbifreiða en þeirra sem brenna bensíni.
Viðmiðunartalan er miðuð við þá vegalengd sem bifreiðin kemst á einum eldneytislítra í blönduðum akstri.