Styrkir til að bæta einangrun húsa
Alls bárust 65 gildar umsóknir og gafst færi á að styrkja átta verkefni að þessu sinni. Við mat á umsóknum var fyrst og fremst horft til orkunotkunar húsnæðis. Forgang hafði húsnæði þar sem orkunotkun hefur verið verulega mikil í samanburði við metna orkuþörf til hitunar. Við val á þátttakendum var einnig horft til aldurs húsa og jafnframt reynt að ná ákveðinni breidd í gerð verkefna sem og jafnræði með tilliti til landshluta.
Með verkefninu er vonast til að hvetja megi húseigendur til að minnka orkunotkun með því að draga úr hitatapi húsa og minnka þannig kostnað við kyndingu. Einangrun húsa er mismunandi að gerð og er varmatap oft mikið í eldri húsum enda voru lágmarkskröfur á árum áður mun minni til einangrunargilda byggingarhluta.
Meðal leiða sem eru færar til að draga verulega úr orkutapi húsa er að endurnýja gler og klæðningu húsa. Viðhald er alltaf nauðsynlegt en húseigendur eru sér ekki alltaf meðvitaðir um þann orkusparnað sem slíkum aðgerðum fylgir.
Á vef Orkuseturs má nálgast gagnlegt efni um ýmsa þætti sem hafa áhrif á kostnað við húshitun.