Fréttir


Aðgengi að Orkustofnun í júní og júlí

27.6.2007

Vegna jarðvegsframkvæmda við framhlið húss Orkustofnunar að Grensásvegi 9 hefur heldur versnað aðgengið að stofnuninni.

Um leið og gestir eru beðnir um að sýna þessum tímabundnu aðstæðum biðlund er bent á bílastæði við bakhlið hússins, en þar er jafnframt hægt að ganga inn í húsið. Yfirleitt eru einnig laus stæði nálægt framhliðinni og stéttin við húsið er vel greið ENN SEM KOMIÐ ER þótt bílaplanið sé sundurgrafið.

Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum 20. júlí og verður aðkoma og aðgengi að Orkustofnun í kjölfarið allt annað og betra.

Verið er að skipta um jarðveg og um leið verður bílaplan og stétt við húsið hækkað og snjóbræðslukerfi sett á planið.

Verktakarnir Gröfumenn vinna verkið.

Hér á síðunni verða uppfærðar fréttir af framkvæmdunum, eftir því sem verkinu vindur fram.