Fréttir


Bandarísk ungmenni fræðast um íslensk orkumál

4.7.2007

Þann 11. júní sl. komu 15 ungmenni frá Bandaríkjunum til sjö vikna námskeiðs um orku, orkunýtingu, orkustefnu og er hluti af námsefni sem kennt er við RES Orkuskóla á Akureyri.

Skólinn, sem á ensku nefnist The School for Renewable Energy Science, og er ætlað að hefjast formlega í haust starfrækir sumarnámskeið fyrir þessa nemendur og hafa kennarar við Háskólann á Akureyri og starfsmenn Orkustofnunar á Akureyri uppfrætt nemendur um endurnýjanlega orkugjafa, vistvæna orkugjafa, orkustefnu og stöðu orkumála á Íslandi.

Nemendur hafa einnig farið í vettvangsferðir og skoðað m.a. Blöndu, Djúpadalsvirkjun og heimarafstöð að Skarði í Fnjóskadal.