Bandarísk ungmenni fræðast um íslensk orkumál
Skólinn, sem á ensku nefnist The School for Renewable Energy Science, og er ætlað að hefjast formlega í haust starfrækir sumarnámskeið fyrir þessa nemendur og hafa kennarar við Háskólann á Akureyri og starfsmenn Orkustofnunar á Akureyri uppfrætt nemendur um endurnýjanlega orkugjafa, vistvæna orkugjafa, orkustefnu og stöðu orkumála á Íslandi.
Nemendur hafa einnig farið í vettvangsferðir og skoðað m.a. Blöndu, Djúpadalsvirkjun og heimarafstöð að Skarði í Fnjóskadal.