Styrkveitingar úr Orkusjóði 2007
Við auglýsingu og úthlutun styrkja 2007 var sérstök áhersla lögð á verkefni sem lúta að hagkvæmri orkunýtingu og orkusparnaði, framleiðslu á innlendu eldsneyti, vistvænu eldsneyti og sparnaði jarðefnaeldsneytis, öflun þekkingar á þessum sviðum og miðlun hennar, svo og rannsóknir, þróun og samstarf.
Alls bárust 33 umsóknir, samtals að upphæð 146,1 m.kr. Vegna fjárhagsramma sjóðsins var ekki unnt að styrkja öll þau verkefni sem umsóknir bárust um, og voru allmörg áhugaverð og metnaðarfull verkefni meðal þeirra sem ekki hlutu styrk að þessu sinni.
Úthlutað var styrkjum að upphæð 27,3 m.kr. til samtals 12 verkefna, lesa má meira um verkefnin hér:
Verkefni | Styrkþegi |
Aukin orkunýting jarðhitavökva | Agnir ehf., Reykjanesbæ |
Vinnsla eldsneytis úr jurtafræjum | Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Akureyri |
Varmadæla til hitunar vatns í seiðaeldi | Dal-Björg ehf., Breiðdalsvík |
Lághita tvímiðla raforkuframleiðsla | Gunnar Á. Gunnarsson, Hýrumel, Borgarfirði. |
Bætt frumorkunýtni | Verkfræðideild Háskóla Íalands |
Orkuskógar | Héraðsskógar, Egilsstöðum |
Orkuberar í samgöngum | Hörður V. Haraldsson, Lundi, Svíþjóð |
Etanól framleitt úr innlendum lífmassa | Íslenska lífmassafélagið hf., Reykjavík |
Metanvinnsla úr lífrænum úrgangi | Landbúnaðarháskóli Íslands, Hvanneyri |
Veður og orka | Landsvirkjun |
Fræðslusýning um endurnýjanlega orkugjafa | Sesseljuhús – umhverfissetur |
RES orkuháskóli – uppbygging tengslanets | Þekkingarvörður ehf., Akureyri |