Fréttir


Ráðherra skipar í orkuráð 2007-2011

21.8.2007

Hinn 14. ágúst 2007 skipaði iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, í orkuráð til næstu fjögurra ára.

Samkvæmt 6. gr. laga nr. 87/2003 um Orkustofnun skal starfa hjá Orkustofnun sérstakt orkuráð. Ráðherra skipar fimm menn í orkuráð til fjögurra ára í senn. Verkefni orkuráðs skulu m.a. fólgin í ráðgjöf við framkvæmd verkefna skv. 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna og að gera tillögur um lánveitingar og greiðslur úr Orkusjóði.

Nýskipaðir nefnarmenn eru:

Mörður Árnason, fyrrv. alþingismaður, formaður,
Bryndís Brandsdóttir, jarðfræðingur,
Drífa Hjartardóttir, bóndi,
Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri,
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, kennari.