Fréttir


Orkumálastjóri lætur af embætti um áramót

12.9.2007

Dr. Þorkell Helgason, orkumálastjóri, hefur í dag ritað iðnaðarráðherra og óskað lausnar frá embætti orkumálastjóra frá og með 1. janúar nk. af persónulegum ástæðum.

Ráðherra hefur þegar orðið við óskinni. Jafnframt hefur ráðherra veitt Þorkeli leyfi frá daglegum störfum embættisins frá og með 1. október nk. til að sinna fræðastörfum og skrifum um orkumál.

Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, aðstoðarorkumálastjóri og staðgengill orkumálastjóra, mun því gegna störfum embættisins á fjórða ársfjórðungi þessa árs.

Þorkell, sem verður 65 ára á þessu hausti, tók við embætti orkumálastjóra fyrir réttum 11 árum, eða 12. september 1996. Þorkell hyggst starfa áfram í hlutastarfi, en á öðrum vettvangi að verkefni sem honum hefur lengi verið hugleikið en það er á sviði kosningamála og fræðimennsku í því sambandi.

frett_12092007
Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir,
aðstoðarorkumálastjóri og staðgengill orkumálastjóra.