Verkefni leidd af Íslendingum áberandi á alþjóðlegri ráðstefnu um veður og vatn
Í rúmum tug erinda vöktu athygli niðurstöður norrænna samstarfsverkefna um veður og orku sem leidd eru af forstöðumanni Vatnamælinga Orkustofnunar, Árna Snorrasyni. Norræni orkusjóðurinn hefur styrkt verkefnin á móti orkufyrirtækjum og sjóðum í hverju landi fyrir sig á undanförnum árum. Hér á landi hafa Orkusjóður, Landsvirkjun, iðnaðarráðuneytið og Orkustofnun staðið að fjármögnun verkefnanna. Einnig var greinilegt af samanburði við önnur verkefni sem kynnt voru á ráðstefnunni að norrænu samstarfsverkefnin eru í fremstu röð hvað snertir aðferðir og efnistök.
Nánari upplýsingar um framangreind verkefni má finna á vef Vatnamælinga Orkustofnunar Veður og orka (íslenska verkefnið), Climate & Energy (CE) (nýlokið norrænt verkefni) og Climate & Energy Systems (CES) (nýhafið norrænt verkefni).
Nánar má fræðast um ráðstefnuna á vef Alþjóða-veðufræðistofnunarinnar (WMO)