Fréttir


Orkutölur 2007 komnar út á íslensku og ensku

Útgáfufrétt: Orkutölur 2007 / Energy Statistics of Iceland 2007

21.9.2007

Orkustofnun hefur nú um nokkurra ára skeið gefið út á prenti og á rafrænu formi handhægt smárit á harmonikkuformi á íslensku (Orkutölur) og ensku (Energy Statistics in Iceland) með talnaefni á mynda- og töfluformi um ýmsa orkuþætti á Íslandi. 
frett_21092007

Orkustofnun hefur nú um nokkurra ára skeið gefið út á prenti og á rafrænu formi handhægt smárit á harmonikkuformi á íslensku (Orkutölur) og ensku (Energy Statistics in Iceland) með talnaefni á mynda- og töfluformi um ýmsa orkuþætti á Íslandi. 

Orkutölur 2007 / Energy Statistics 2007 eru nú komnar úr prentun og telur smáritið 12 blaðsíður og spannar margvíslegar upplýsingar um orkumál, s.s. samanburð á orkuverði til húshitunar, kort af raforkukerfi á Íslandi, jarðhitanotkun ársins 2006, notkun eldsneytis innanlands og í samgöngum 1983-2005, frumorkunotkun á Íslandi 1940-2006, raforkuvinnslu á Íslandi 2006 og 2005, raforkunotkun árið 2006, töflu yfir stærstu hitaveitur á Íslandi og jarðhitakort.

Ívar Þorsteinsson, Haukur Eggertsson og Þorgils Jónasson tóku saman efnið, Vilborg Anna Björnsdóttir hannaði og braut um og Íslandsprent prentaði. Myndina á forsíðu tók Oddur Sigurðsson. 

Orkutölurnar fást án endurgjalds og er hægt að nálgast þær hjá Orkustofnun.

Fyrri pantanir óskast endurnýjaðar, í síma 569-6000 eða með tölvupósti á gb@os.is.

Einnig er hægt að nálgast smáritið á pdf-formi á útgáfusíðum vefs Orkustofnunar.