Fréttir


Borholur í Gagnavefsjá

2.11.2007

Nýlega voru gerðar breytingar á Gagnavefsjá, sem gera upplýsingar úr borholuská aðgengilegri en áður.

Sérstakur yfirflokkur er nú í vallista (hægra megin í valmyndinni) fyrir borholur sem skiptist síðan í eftirtalda undirflokka: háhitaholur, lághitaholur, hitastigulsholur, grunnvatnsholur, niðurrennslisholur, sjóholur, rannsóknaholur og allar holur.

Með því að smella á upplýsingahnappinn (i) vinstra megin í valmyndinni og síðan á tákn fyrir borholu (á kortinu sjálfu) má kalla fram ýmsar upplýsingar um holuna, þar á meðal um staðsetningu, borunarár og tilgang með borun. Upplýsingarnar birtast þá fyrir miðri valmynd, neðan við kortið. Þá má jafnframt kalla fram nánari upplýsingar sem tengjast borholumælingum, efnagreiningum og í einhverjum tilfellum er hægt að fá fram myndir af borunarstað.

Sjá nánar : Gagnavefsjá