Framkvæmdaráðsfundur Alþjóðaorkuráðsins á Íslandi 2009
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra mælti fyrir framboði Íslendinga að lokinni kynningu Þorkels Helgasonar orkumálastjóra á stöðu orkumála á Íslandi.
Í ræðu sinni áréttaði ráðherra forystuhlutverk Íslendinga í virkjun jarðvarma, og benti á þá staðreynd að engin önnur þjóð mætir 75% af orkuþörf sinni með endurnýjanlegri orku.
Á stjórnarþinginu eiga á þriðja hundrað manns sæti, en 94 þjóðir eiga aðild að Alþjóðaorkuráðinu. Innan raða þess eru helstu leiðtogar heims á sviði orkumála og mikilvæg stefnumótun og samráð fer fram innan ráðsins.