Fréttir


Styrkveitingar Orkusjóðs 2007

26.11.2007

Iðnaðarráðherra hefur staðfest tillögur Orkuráðs um styrkveitingar Orkusjóðs 2007.

Við auglýsingu- og úthlutun styrkja 2007 var sérstök áhersla lögð á verkefni sem snéru að hagkvæmri orkunýtingu og orkusparnaði, framleiðslu á innlendu eldsneyti, vistvænu eldsneyti og sparnaði jarðefnaeldsneytis, öflun þekkingar á þessum sviðum og miðlun hennar, svo og á rannsóknir, þróun og samstarf.

Eftirtalin tólf verkefni hlutu styrk, samtals að fjárhæð 27,3 m.kr.  Alls bárust 33 umsóknir, samtals að upphæð kr. 146,1 m.kr. 

Aukin orkunýting jarðhitavökva

Styrkþegi: Agnir ehf., Reykjanesbæ
Forsvarsaðili verkefnisins er Hannes L. Jóhannsson
Markmið verkefnisins er að þróa starfhæfan búnað sem koma á í veg fyrir kísilútfellingar í jarðhitavatni. Bæta þannig rekstraröryggi búnaðar til raforkuframleiðslu og húshitunar, svo og að auka afköst varmaskipta og skapa aukna möguleika á nýtingu lágvarma til iðnaðar.
Netfang frosvarsaðila er agnir@agnir.is

Vinnsla eldsneytis úr jurtafræjum

Styrkþegi: Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Akureyri
Forsvarsaðili verkefnisins er Magnús Þór Ásgeirsson
Megin markmið verkefnisins er að meta hagkvæmni þess að hefja öfluga framleiðslu á lífrænu eldsneyti úr jurtafræjum. Fyrirhugað er að framleiðslan fari fram við Eyjafjörð.
Netfang forsvarsaðila er magnus@afe.is

Varmadæla til hitunar vatns í seiðaeldi

Styrkþegi: Dal-Björg ehf., Breiðdalsvík
Forsvarsaðili verkefnisins er Ómar Bjarki Smárason
Markmið verkefnisins er að sýna fram á hagkvæmni varmadælu til hitunar vatns
til fiskeldis. Einnig að sýna fram á hagkvæmni samnýtingar varmadælu og lítillar vatnsaflsvirkjunar. Þá verður gerð tilraun til að auka verulega virkni varmadælunnar, með því að einangra með sérstökum hætti, bæði upp- og niðurrennslislagnir dælunnar og draga þannig úr varmatapi.
Netfang forsvarsaðila er stapi@xnet.is

Lághita tvímiðla raforkuframleiðsla

Styrkþegi Gunnar Á. Gunnarsson, Hýrumel, Borgarfirði.
Forsvarsaðili verkefnisins er Ragnar Ásmundsson, Ísor, Akureyri
Markmið verkefnisins er að kanna hagkvæmni rafmagnsframleiðslu með heitu vatni við mun lægra hitastig en hingað til hefur talist hagkvæmt hér á landi. Með aðferð sem þróuð hefur verið í Bandaríkjunum hefur tekist að framleiða rafmagn á samkeppnishæfu verði við hitastig sem einungis nemur 74°C Reynist þessi aðferð hagkvæm við íslenskar aðstæður, gæti það leitt til stóraukinnar rafmagnsframleiðslu úr jarðvarmauppsprettum á lághitasvæðum landsins.
Netfang forsvarsaðila er rka@isor.is

Bætt frumorkunýtni

Styrkþegi Verkfræðideild Háskóla Íalands
Verkefnisstjóri er Ólafur Pétur Pálsson
Verkefni þetta er hluti af norrænu samstarfsverkefni sem styrkt er m.a. af Nordisk Energiforskning. Markmið verkefnisins er að kortleggja möguleika Íslendinga til bættrar frumorkunýtni. Helstu virkjanir landsins verða kannaðar en sérstaklega verður horft til blandaðra jarðvarmavirkjana sem framleiða bæði rafmagn og heitt vatn.
Netfang forsvarsaðila er opp@hi.is

Orkuskógar

Styrkþegi: Héraðsskógar, Egilsstöðum
Forsvarsaðili verkefnisins er Guðmundur Ólafsson
Verkefni þetta snýst um uppsetningu viðarkyndistöðvar við grunnskólann á Hallormsstað, íþróttahús, sundlaug og gistiálmu. Um er að ræða frumkvöðlastarf styrkþega varðandi orkunýtingu hérlendis. “Mun þetta vera í fyrsta sinn sem stærri byggingar verða kyntar með eldivið síðan á landnámsöld.”
Netfang forsvarsaðila er gudmundur@heradsskogar.is

Orkuberar í samgöngum

Styrkþegi: Hörður V. Haraldsson, Lund, Svíþjóð
Forsvarsaðili verkefnisins er styrkþegi
Tilgangur verkefnis er að hanna líkan sem skilar sviðsmyndum þar sem bornir eru saman ýmsir möguleikar á vistvænu eldsneyti í samgöngum. Sviðsmyndir sem þessar eru öflugt tæki við stefnumótun. Þess er vænst að það geti nýst vel, m.a. við vinnu að framgangi markmiða stjórnvalda um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda og aukna notkun vistvæns eldsneytis.
Netfang forsvarsaðila er hordur.haraldsson@chemeng.lth.se

Etanól framleitt úr innlendum lífmassa

Styrkþegi: Íslenska lífmassafélagið hf., Reykjavík
Forsvarsaðili verkefnisins er Örn Hjaltalín
Verkefni þetta hefur áður hlotið styrk úr Orkusjóði. Verkefnið hefur einnig hlotið verulegan styrk frá Craft-verkefni Evrópusambandsins. Verkefninu er nú ætlað að svara þeirri spurningu, hvort hagkvæmt sé að koma upp tveimur verksmiðjum á Íslandi, til framleiðslu á etanóli úr innlendum lífmassa. Verði hugmyndir umsækjanda að veruleika, mundi áætlað framleiðslumagn, duga til rúmlega 10% íblöndunar árlegrar bensín-notkunar bílaflotans hér á landi eins og hún var árið 2005.
Netfang forsvarsaðila er orn@biomass.is

Metanvinnsla úr lífrænum úrgangi

Styrkþegi: Landbúnaðarháskóli Íslands, Hvanneyri
Forsvarsaðili verkefnisins er
Komið verður upp tilraunaaðstöðu til framleiðslu á metani úr úrgangi með gerjun. Með tilkomu tilraunaaðstöðunnar skapast möguleikar, við íslenskar aðstæður, til rannsókna og tilrauna varðandi nýtingu lífræns úrgangs til metanframleiðslu.
Netfang forsvarsaðila er jong@lbhi.is

Veður og orka

Styrkþegi: Landsvirkjun
Forsvarsaðili verkefnisins er Óli Grétar Blöndal Sveinsson
Um er að fjórða og síðasta áfanga, viðamikils norræns samstarfsverkefnis. Verkefnið lýtur að vísindalegu mati á mögulegum veðurfarsbreytingum af mannavöldum og áhrifum þeirra á vatnafar á Íslandi. Í lokaáfanga verkefnisins verða gerðar skýrslur um niður- stöður allra vinnuhópa auk samantektar á niðurtöðum.
Netfang forsvarsaðila er olis@lv.is

Fræðslusýning um endurnýjanlega orkugjafa

Styrkþegi: Sesseljuhús – umhverfissetur
Forsvarsaðili verkefnisins er Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir
Sýningin var opnuð 2. júní sl. og stendur yfir að Sólheimum. Henni er ætlað að auka þekkingu almennings í landinum á þeim endurnýjanlegu orkulindum sem Ísland býr yfir. Nánari upplýsingar er að finna á www.sesseljuhus.is
Netfang forsvarsaðila er bergthora@solheimar.is