Fréttir


Jarðhitasérfræðingur á Orkustofnun hlýtur viðurkenningu fyrir meistaraverkefni

28.11.2007

Jónas Ketilsson, jarðhitasérfræðingur á orkumálasviði Orkustofnun, hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir framúrskarandi verkefni í meistaranámi sínu í vélaverkfræði. Viðurkenningin var veitt á Ársfundi Verkfræðistofnunar HÍ 22. nóvember sl.

Verkefni Jónasar er á sviði forðafræði jarðhitaauðlinda og heitir "Mat á afkastagetu jarðhitakerfa með líkanreikningum". Í rannsókninni var þróuð aðferð til almennra líkanreikninga fyrir jarðhitakerfi til mats á afkastagetu að teknu tilliti til sjálfbærrar nýtingar og afturkræfni.

Verkefnið var styrkt af Orkustofnun og Íslenskum Orkurannsóknum. Hægt er að nálgast skýrsluna á bókasafni Orkustofnunar.