Jarðhitasérfræðingur á Orkustofnun hlýtur viðurkenningu fyrir meistaraverkefni
Verkefni Jónasar er á sviði forðafræði jarðhitaauðlinda og heitir "Mat á afkastagetu jarðhitakerfa með líkanreikningum". Í rannsókninni var þróuð aðferð til almennra líkanreikninga fyrir jarðhitakerfi til mats á afkastagetu að teknu tilliti til sjálfbærrar nýtingar og afturkræfni.
Verkefnið var styrkt af Orkustofnun og Íslenskum Orkurannsóknum. Hægt er að nálgast skýrsluna á bókasafni Orkustofnunar.