Fréttir


Útgáfufrétt: Orkumál 2006/ Jarðhiti

30.1.2008

Jarðhitahluti Orkumála er kominn út. Í ritinu má lesa um m.a.helstu lykiltölur jarðhitamála á árinu 2006, aukna frumorkunotkun, jarðvarmavinnslu, framleiðslu raforku úr jarðvarma, nýjar hitaveitur, verð á heitu vatni, jarðhitaleit á köldum svæðum, dreifingu jarðhita í Hrunamannahreppi og loks er grein um viðhorf til nýtingar á jarðvarmanum.

frett_30012008Blaðið telur 8 blaðsíður í A-4 broti. Ritstjóri er Lára K. Sturludóttir og Vilborg Anna Björnsdóttir hannaði nýtt útlit ritsins. 

Nálgast má prentuð eintök, frá morgundeginum, hjá Orkustofnun, s: 569 6000, eða os@os.is.