Fréttir


Orkustofnun og Jarðhitaskólinn styrkja gerð heimildamyndar

6.3.2008

Orkustofnun og Jarðhitaskóli HSÞ leggja hvor um sig fram styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 til gerðar heimildamyndar.

Myndin sem verður 45 - 50 mínútna löng, ber heitið "Heita vatnið" og er framleidd af Plús film.  Stefnt er að sýningu myndarinnar í Ríkissjónvarpinu á árinu 2008.

Orkustofnun og Jarðhitaskólinn fá hvort um sig 12 - 15 mínútna samantekt úr myndinni á DVD diski, þar sem saga og starfsemi stofnananna er rakin.  Myndir þessar og heildar útgáfu myndarinnar koma Orkustofnun og Jarðhitaskólinn til með að nota til kynningarstarfs innan húss sem utan.  Að auki verður Jarðhitaskólanum fenginn 2 - 3 mínútna löng kynningarmynd um jarðvarmavirkjanir. 


frett_06032008

Á myndinni hér ofar má sjá frá vinstri; Guðna A. Jóhannesson orkumálastjóra, Svein Magnús Sveinsson framkvæmdastjóra Plús film og Ingvar Birgi Friðleifsson forstöðumann Jarðhitaskólans.