Fréttir


Orkusjóður auglýsir styrki til jarðhitaleitar

7.3.2008

Um er að ræða tvær gerðir styrkja. Annarsvegar styrki til sérstaks jarðhitaleitarátaks árin 2008 - 2010, hinsvegar styrki til almennrar jarðhitaleitar á köldum svæðum fyrir árið 2008.

Iðnaðarráðherra hefur falið Orkuráði, yfirstjórn Orkusjóðs, að annast umsýslu styrkveitinganna, og hefur staðfest sérstakar reglur um styrkina. 

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér á heimasíðu Orkustofnunar eða með því að hafa samband við Jakob Björnsson, framkvæmdastjóra Orkusjóðs, s. 5696083 eða 8944280, netfang jbj@os.is.