Fréttir


Samningur um rannsóknir á náttúrufari háhitasvæða

10.3.2008

Þann 10. mars voru undirritaðir samningar um rannsóknir og gagnaöflun um lífríki háhitasvæða og jarðminjar milli Orkustofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands.
frett_10032008

Verkefnið er liður í undirbúningi að mati á  verndargildi háhitasvæða og flokkun þeirra með tilliti til verndar og orkunýtingar á vegum 2. áfanga Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðhita.

Þessi verkefni hófust 2007, eftir vandlegan undirbúning, sem að hluta má rekja til 1. áfanga.

Í lífríkisverkefninu er áhersla lögð á að kortleggja og skilgreina gróðurfélög og tegundasamsetningu þeirra með hliðsjón af yfirborðsgerðum, auk samantekta á gögnum í fórum stofnunarinnar. Í jarðminjaverkefninu verður safnað saman viðeigandi þekkingu um háhitasvæðin og þau flokkuð eftir yfirborðsgerðum, sem tengjast annars vegar háhitavirkni og hins vegar eldvirkni, en öll þekkt háhitasvæði eru tengd megineldstöðvum.
Áhersla er lögð á samanburðarhæfni gagnanna. Í báðum tilvikum er áhersla lögð á fjölbreytni og fágæti.


Á myndinni eru Svanfríður I. Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar Rammaáætlunar, Hákon Aðalsteinsson, verkefnisstjóri, Orkustofnun, Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri og Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands.