Fréttir


Orkumálastjóri á ferð og flugi

7.4.2008

Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri sækir norrænt málþing um loftslagsbreytingar og fjármögnunartækifæri einkageirans í þróunarlöndum dagana 7-8 apríl.

Málþing þetta er haldið á vegum ríkisstjórna Norðurlandanna í samvinnu við Alþjóðlegu fjármálasamtökin (IFC, International Finance Corporation).


Markmiðið er að hvetja til samstarfs milli aðila opinbera og einkageirans í að vinna að því að bera kennsl á fjárfestingatækifæri í þróunarlöndum með tilliti til þess vanda sem fylgir loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar. Helstu umræðuefni snerta á hlutverki hins opinbera í því að skapa hvetjandi fjárfestingaumhverfi fyrir umhverfisvænar viðskiptahugmyndir einkageirans sem stuðla að hagkvæmari orkunýtingu og minnkun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt rammaáætlun Sameinuðu þjóðanna gegn hlýnun jarðar, þarf um 200 milljarða dollara til viðbótar í formi fjárfestinga eða fjármögnunar ef takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga í þróunarlöndum. Jafnvel þótt u.þ.b. helming þessarar upphæðar er hægt að ná út úr viðskiptum á kolefnismarkaðnum og frá góðgerðarsamtökum, þá er það almennt viðurkennt að hlutverk einkageirans verði að efla umtalsvert ef vinna skal gegn afleiðingum loftslagsbreytinga. Rætt verður um þær áskorarnir sem einkaaðilar þurfa að takast á við í fjárfestingum í ríkjum þriðja heimsins og hvers konar umbætur opinberir aðilar þurfa að gera til að laða að þátttöku úr einkageiranum.


Guðni A. Jóhannesson verður fundarstjóri þess hluta málþingsins þar sem fjallað verður um stefnu og fjárfestingatækifæri í nýtingu jarðhita í þróunarlöndum. Aðrir fulltrúar frá Íslandi eru þeir Lárus Elíasson frá Enex og Alexander Richter frá Glitni.