Jarðhitaskólinn settur í þrítugasta sinn
Nemendur verða 22 og koma frá Djíbútí, El Salvador, Erítreu, Eþíópíu, Indónesíu, Jemen, Jórdaníu, Kenýa, Kína, Kostaríka, Mexíkó, Níkaragúa, Rúanda, Tansaníu og Úganda. Þetta er í fyrsta sinn sem nemendur koma frá Jemen og Rúanda. Markmið Jarðhitaskólans er að aðstoða þróunarlönd, þar sem nýtanlegur jarðhiti finnst, við að byggja upp og efla hóp sérfræðinga í jarðhitafræðum, sem geta unnið á hinum ýmsu sérsviðum í rannsóknum á jarðhita og nýtingu hans.
Ellefu nemendur hafa verið í meistaranámi í jarðhitavísindum eða jarðhitaverkfræði við skólann í vetur, en það er kennt í samvinnu við Háskóla Íslands.