Fréttir


Miðvikudagserindi endurvakin 23. apríl n.k.

23.4.2008

Þann 23.04.2008 n.k. verða Miðvikudagserindin endurvakin. Ástralskur jarðfræðingur frá fylkisstjórn Suður Ástralíu, Tony Hill kemur í heimsókn og ætlar að kynna fyrir okkur jarðhitaverkefni Ástralíumanna.
Jarðhitaverkefni í Ástralíu byggjast að mestu leyti á heitu vatni og svo kölluðum heitum steinum (hot rock technology). Ástralíumenn kalla þetta "græna kjarnorku" sem fæst úr granít berggrunni u.þ.b. 4 km undir eyðimörkinni í Suður-Ástralíu.

Erindi Tony's hefst kl. 13:00 í Víðgelmi. Allir eru velkomnir.