Fréttir


Miðvikudagserindi 21. maí

21.5.2008

Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur og áhugaljósmyndari, ætlar að sýna okkur stórkostlegar myndir úr ferð sinni um Patagóníu í Chile.

Í svartasta skammdegi síðasta árs fóru hjónin Oddur Björnson og Kolbrún Hjaltadóttir á eigin spýtur í ferð til Patagóníu í Chile.
Völdu þau sér fáfarnar slóðir í þægilegum sumarhita en þarna er landið mun strjálbýlla en Ísland. Landslag er stórkostlegt, náttúran heillandi og gróskan ótrúleg. Sýndar verða myndir frá ferðalaginu í miðvikudagserindi kl. 13:00 í dag.

Allir að mæta og sjá myndir sem orð fá ekki lýst!!