Fréttir


Starfsfólk OS í Níkaragva

4.7.2008

Þessa dagana eru starfsmenn frá Orkustofnun, þau Jónas Ketilsson jarðhitasérfræðingur og Guðlín Steinsdóttir laganemi stödd í Níkaragva.

Þar vinna þau að verkþætti Orkustofnunar í þróunarsamvinnuverkefni á sviði jarðhita sem unnið er í samvinnu við ÍSOR og Þróunarsamvinnustofnun Íslands.  Hlutverk starfsmanna Orkustofnunar er að móta leiðbeiningar og viðmið vegna eftirlits með rannsóknum og nýtingu jarðhitaauðlinda í landinu.

Guðlín verður í Níkaragva næstu tvær vikurnar og segir hún að þeim hafi verið tekið mjög vel.  Þau hafa setið fundi með ýmsum aðilum og ráðfært sig við heimamenn um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í jarðhitamálum  Sérstaklega hafa þau þó einbeitt sér að gangverki stjórnsýslunnar þegar kemur að því að sækja um rannsóknar- og nýtingarleyfi á jarðvarmaorku.  Næstu daga mun Guðlín vinna að hugmyndum og leiðbeiningum í samvinnu við sérfræðinga ráðuneytis orku- og námumála (MEM) um stjórnsýslulega þætti jarðhitamála í Níkaragva.

frett_04072008

Á myndinni eru (frá vinstri) Geir Oddsson umdæmisstjóri ÞSSÍ í Níkaragva, Jónas Ketilsson og Guðlín Steinsdóttir. Þau standa við opinn gíg á toppi Volcano Masaja.