Fréttir


Ísland í aðalhlutverki á ráðstefnu um endurnýjanlega orku

8.8.2008

Ísland var áberandi á nýafstaðinni ráðstefnu World Renewable Energy Congress í Glasgow sem sótt var af 700 gestum frá um hundrað löndum.

Á ráðstefnunni voru verðlaun veitt því landi sem hefur bætt sig mest hlutfallslega í notkun endurnýjanlegra orkulinda undanfarin tvö ár. Orkuveita Reykjavíkur er aðalstuðningsaðili verðlaunanna sem kennd eru við Ali Sayigh stofnanda og formann WREC. Að þessu sinni hlaut Brasilía verðlaunin, einkum fyrir árangur á sviði lífeldsneytis og útflutning þess til Bandaríkjanna. Dr. Guðni Jóhannesson orkumálastjóri afhenti verðlaunin en Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands var formaður alþjóðlegrar dómnefndar.

Íslendingar eiga enn heimsmet í hlutfallslegri notkun endurnýjanlegra orkugjafa eða um 80 prósent.


WREC ráðstefnan 2008 var sú tíunda í röðinni en hún er haldin annað hvert ár.

Nánari upplýsingar um World Renewable Energy Congress.

frett_08082008

Á myndinni er Dr. Guðni Jóhannesson orkumálastjóri að veita Flávio Marega, sendiráðsritara Brasilíu í Bretlandi verðlaunin, en Dr. Þorsteinn I. Sigfússon formaður álþjóðlegrar dómnefndar fylgist með.