Fréttir


Orkumál í Grímsey

13.9.2010

Sl. fimmtudag fór orkumálastjóri, ásamt starfsmönnum Akureyrarskrifstofu Orkustofnunar, tveimur fulltrúum RARIK og Akureyrarbæjar og fulltrúa iðnaðarráðuneytisins, til fundar við íbúa í Grímsey um orkumál í eyjunni.

Voru aðstæður skoðaðar í eyjunni og um kvöldið var haldinn almennur borgarafundur þar sem fjallað var um niðurgreiðslur, orkumal-i-grimseyorkusparnað og mögulegar lausnir á orkumálum Grímseyinga. Öll íbúðarhús í Grímsey eru hituð með olíu og niðurgreiðir ríkissjóður kostnað íbúa þannig að þeir greiði sama verð og íbúar í dreifbýli fyrir rafhitun.
Framleiðsla rafmagns til almennrar notkunar í Grímsey er mjög dýr og kostar hver kílóvattstund 45 kr. frá dísilstöðinni en íbúar Grímseyjar greiða sem svarar dreifbýlisverði fyrir orkuna sem lætur nærri að vera 13 kr. Mismuninn greiðir ríkisvaldið.

Ákveðið var áframhaldandi þróunarvinna í að leitinni að ódýrari orkugjöfum handa íbúum í Grímsey, s.s. brennslu á sorpi, viðarkyndingu, vindrafstöð og leit að jarðhita. Orkusetur lagði jafnframt til sparperur handa öllum íbúum Grímseyjar og var þar með minnt á leiðir til orkusparnaðar.