Orkustofnun og Sagex Petroleum ASA styrkja Íslandsmót í OilSim tölvuleiknum
OilSim er tölvuleikur, keimlíkur hinum fræga Sims tölvuleik, nema að í OilSim eru keppendur að vinna fyrir olíuleitarfyrirtæki. Keppendur finna sig í raunverulegum aðstæðum sem olíuleitarfyrirtæki vinna í. M.a. fara þátttakendur í gegnum allt það sem fylgir því að fara út í olíuleitarverkefni, þ.m.t. að bjóða í útboð um leyfisveitingar, keppa um og velja réttu svæðin til borunar, taka tillit til umhverfissjónarmiða, finna verkrfæðilegar úrlausnir og margt fleira.
Með þessu framtaki er ætlunin að vekja áhuga framhaldskólanema á olíuleitarmálum og þeim fræðigreinum sem þeim tengjast.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Simprentis.
Fréttatilkynningfrá Simprentis um Íslandsmótið í OilSim.