Orkumálastjóri heiðursdoktor í Debrecen
Við virðulega athöfn við háskólann í Debrecen í Ungverjalandi þann 29. november var Guðni A. Jóhannesson útnefndur heiðursdoktor.
Í umsögn skólans segir að titillinn Doctor Honoris Causa sé veittur háskólakennurum og fræðimönnum sem hafa með vísindastarfsem sinni unnið sér alþjóðlegan orðstír og innt af hendi mikilvægt framlag til vísinda í almannaþágu. Titillinn sé veittur Guðna fyrir vísindaafrek hans á sviði hagnýtrar eðlisfræði, orkunýtingar og tæknilegra lausna í byggingum og fyrir að hafa stuðlað að vísindalegu samstarfi þeirra stofnana sem hann tengist.og háskólans í Debrecen.
Ásamt Guðna voru útnefndir Prof. Dr. Ferenc Mezei sem hefur þróað aðferð til þess að mæla orkutap nifteinda við árekstur með svokallaðri spunabergmálsaðferð og hefur einnig þróað nýja gerð nifteindahraðals og Tamás Vásáry sem er heimsþekktur píanósnillingur og hljómsveitarstjóri
Mezei Ferenc, Gudni Albert Jóhannesson, Tamás Vásáry.