Leiðrétting vegna frétta varðandi opnun útboða á Drekasvæði
Hið rétta er að framangreint útboð verður, í samræmi við 8. gr. laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001, opnað fimmtudaginn 22. janúar nk. með auglýsingu í Lögbirtingablaði og Stjórnartíðindum Evrópubandalagsins.
Ástæða þess að umrædd auglýsing mun birtast þann 22. janúar nk., en ekki 15. janúar, má rekja til dráttar sem varð á þýðingu auglýsingarinnar fyrir Stjórnartíðindi Evrópubandalagsins. Unnið hefur verið að þýðingu auglýsingarinnar hjá framkvæmdastjórn ESB yfir á opinber tungumál aðildarríkja sambandsins og mun sú þýðing liggja fyrir á næstu dögum.