Fréttir


Opnun vefsíðu vegna útboðs sérleyfa á Drekasvæði

22.1.2009

Í dag fimmtudaginn 22. janúar kl. 12:00 opnaði iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson vefsíðu vegna olíuleitar á Drekasvæði (www.os.is/utbod2009). Athöfnin fór fram í húsakynnum Orkustofnunar.

frett_22012009

Þar með markaðist upphaf fyrsta útboðs vegna sérleyfa til rannsókna og vinnslu kolvetna á landgrunni Íslands. Á vefsíðunni er að finna gögn er varða útboð sérleyfa til rannsóknar og vinnslu kolvetnis á norðurhluta Drekasvæðisins. Umsjón með útboðinu og þeim sérleyfum sem af því kunna að leiða er í höndum Orkustofnunar, en útboðstímabilið varir til kl. 16:00 þann 15. maí 2009.