Kynningarfundur vegna leyfisútboðs 5. febrúar 2009
Opinn kynningarfundur vegna leyfisútboðs fyrir olíuleit á norðanverðu Drekasvæðinu verður haldinn 5. febrúar n.k.
Fundurinn verður haldinn á Orkustofnun, Grensásvegi 9, Reykjavík, fimmtudaginn 5. febrúar 2009 kl.10:00. Fulltrúar Orkustofnunar og annarra opinberra stofnana sem að málinu koma verða viðstaddir og svara spurningum í tengslum við útboðið og fyrirhuguð rannsóknar- og vinnsluleyfi.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti á inga.d.gudmundsdottir@os.is.