Úrslit í Alþjóðlegu olíuleitarkeppninni OilSim 2008
Þessi sex lið hafa komist í úrslit eftir keppni samtals yfir 3000 nemenda í þessum löndum.
Keppnin er styrkt af Chevron Upstream Europe, Maersk Oil North Sea Limited, StatoilHydro, Sagex Petroleum ASA, Imperial College, Atlantic Airways og British Airways. Í henni takast lið keppenda á við hlutverk olíuleitarfyrirækis og fara inn á ný landsvæði til leitar að olíu.
Í byrjun fær hvert lið 200 milljón dollara og stefna að því að hámarka fjárfestingar sínar með því að leita að olíu eða gasi, og fjárfesta einnig í tækifærum hinna liðanna. Þátttakendur skoða hljóðendurvarpsmælingar á jarðlögum og ýmis önnur jarðfræðileg gögn, bjóða í leyfi í samkeppni við hin liðin, sameinast um leyfi með öðrum liðum, dreifa áhættunni, keppast um borpalla, gera samninga við þjónustuaðila og velja hvar skal bora eftir olíu eða gasi.
Þjálfunarfyrirtækið Simprentis hannaði OilSim sem gervil fyrir olíu- og gasiðnaðinn með það í huga að nota hann í námskeiðum og hópefli fyrir olíuleitarfyrirtæki um allan heim.
Sigurliðið mun hljóta verðlaunagrip úr kristal og 1000 sterlingspund.
Sigurliðið frá því í fyrra var frá Skotlandi. Það réði sig til vinnu fyrir Simprentis, tók að sér að skipuleggja fræðslumót í Skotlandi og fór í sumarskóla til Bandaríkjanna. Liðsmennirnir allir komnir í nám við breska háskóla og tveir þeirra stefna að starfsvettvangi við olíu- og gasiðnaðinn.