Fréttir


Íslenska liðið sigrar í Alþjóðlegu olíuleitarkeppninni OilSim

3.2.2009

Nemendur frá Höfn í Hornafirði komu sáu og sigruðu í Alþjóðlegu olíuleitarkeppninni OilSim í London sl. helgi. 

Liðið sen allt eru nemendur við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu vann sér inn 1000£ verðlaunafé og kristals bikar, en eru þar með líka skærustu stjörnur tilvonandi olíuiðnaðar á Íslandi.

Keppnin hófst klukkan 9 á laugardagsmorgunin og spilað var í sex tíma. Alls tóku sjö lið þátt í keppninni en auk íslenska liðsins spiluðu lið frá Færeyjum, Grænlandi, Bretlandi, Noregi, Danmörku auk þess sem lið frá Imperial Collage þar sem keppnin fór fram fékk að spila með.

Strákarnir okkar, þeir Andri Geir Jónsson, Níels Brimar Jónsson og Freyr Sigurðarson, allir 16 ára, spiluðu af öryggi allan tímann. Þeir fundu bæði olíu og náðu góðum viðskiptasamböndum. Þegar yfir lauk stóðu þeir uppi sem sigurvegarar.

frett_03022009

Við óskum þeim köppum til hamingju með þennan glæsilega árangur. 

Sjá nánari upplýsingar um OilSim keppnina í frétt 30.01.2009.