Fréttir


Raforkunotkun ársins 2008

12.2.2009

Árið 2008 nam raforkuvinnsla á landinu samtals 16.467 GWh og jókst um 37,5% frá fyrra ári.

Stórnotkun nam 12.434 GWh á árinu 2008 og jókst um 53,3% frá fyrra ári. Almenn notkun jókst um 2,8% og nam 3.633 GWh. Töp við flutning orkunnar frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda voru 400 GWh. Veðurfar hefur nokkur áhrif á raforkunotkun aðallega vegna rafhitunar húsnæðis. Til að fá eðlilegan samanburð milli ára hvað varðar þróun almennrar raforkunotkunar er hún oft leiðrétt út frá lofthita. Síðasta ár var hlýrra en meðalár en heldur kaldara en árið 2007 og aukning notkunar milli ára er því heldur minni eftir hitastigsleiðréttingu en raungögn gefa til kynna.

Fréttatilkynningin.