Fréttir


Umsókn Platina Resources Ltd. um leyfi til leitar og rannsókna á gulli og öðrum málmum á Austurlandi dregin til baka

9.9.2010

Platina Resources Ltd. hefur með erindi þann 9. september 2010 dregið umsókn sína um leyfi til leitar og rannsókna á gulli og öðrum málmum á Austurlandi til baka.

Ástæða þessa er að í ljósi jákvæðra niðurstaðna úr verkefnum fyrirtækisins í Ástralíu mun fyrirtækið leggja meginþunga starfsemi þess í þau verkefni.

Eftir sem áður álítur Platina Resources Ltd. Ísland vera áhugaverðan kost hvað varðar hugsanleg verkefni síðar meir.