Fréttir


Ársfundur Orkustofnunar 2009

18.3.2009

Ársfundur Orkustofnunar verður haldinn þriðjudaginn 31. mars kl. 13:30-17:00 á Grand Hótel.

ÁRSFUNDUR ORKUSTOFNUNAR

Þriðjudaginn 31. mars kl. 13:30-17:00
Grand Hótel, Gullteigi

Fundarstjóri er Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, aðstoðarorkumálastjóri.

Áhugafólk um orkumál er boðið velkomið á fundinn og er vinsamlega beðið að
skrá þátttöku á vef Orkustofnunar www.os.is eða í síma 5696000


Guðni A. Jóhannesson,
orkumálastjóri


DAGSKRÁ

13:30-13:40        Tónlist
13:40-13:50        Ávarp iðnaðarráðherra, Össurar Skarphéðinssonar
13:50-14:10        Ávarp orkumálastjóra, Guðna A. Jóhannessonar
14:10-14:30        Íslenskur orkuiðnaður í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna, Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri
                         fjármálasviðs Landsvirkjunar.
14:30-14:50        Nýting jarðhitaauðlinda á Karíbaeyjum, Jónas Ketilsson, jarðhitasérfræðingur á Orkustofnun

14:50-15:10        Kaffi

15:10-15:30        Olíuleit á Drekasvæði, Þórarinn Sveinn Arnarson, verkefnisstjóri olíuleitar á Orkustofnun
15:30-15:50        Landfræðileg gögn og vefsjár, Þorvaldur Bragason, verkefnisstjóri gagnamála á Orkustofnun
15:50-16:10       Jarðhitanámskeið, framlag Íslands til Þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, Ingvar Birgir
                        Friðleifsson, forstöðumaður, Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna
16:10-16:20       Viðurkenningar til starfsmanna

Í lok fundar verða bornar fram léttar veitingar