Fréttir


Orkusjóður auglýsir rannsóknarstyrki 2009

19.3.2009

Umsóknarfrestur er til 15 apríl 2009.

Í 2. grein reglugerðar um Orkusjóð nr. 514/2003 erutilgreindar eftirtaldar heimildir til styrkveitinga úr Orkusjóði:

  • að veita styrki eða áhættulán til hönnunar eða smíði frumgerðar tækja og búnaðar til rannsóknar og nýtingar orkulinda
  • að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði hagkvæmrar orkunotkunar, þ.m.t. til fræðslu og upplýsingarstarfsemi
  • að veita styrki til verkefna sem stuðla að nýtingu á innlendri orku í stað jarðefnaeldsneytis og styrkja alþjóðasamvinnu um slík verkefni
Við úthlutun styrkja 2009 verður sérstök áhersla lögð á:
  • hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað
  • innlenda orkugjafa
  • vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis
  • öflun þekkingar á þessum sviðum og milun hennar
  • rannsóknir, þróun og samstarf sem að þessu miðar

Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2009

Umsóknum skal skila til Orkusjóðs, Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins og á www.os.is.

Frekari upplýsingar eru veittar í símum 269 6083 og 894 4280. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið jb@os.is.