Fréttir


Niðurstaða fyrsta útboðs sérleyfa á Drekasvæðinu

18.5.2009

Þann 15. maí sl. rann út frestur til að sækja um sérleyfi til rannsóknar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæði.

Orkustofnun bárust umsóknir frá:

  • Aker Exploration
  • Sagex Petroleum og Lindir Exploration

Samtals ná umsóknir þessar báðar yfir eftirfarandi reiti, að hluta eða í heild:

  • IS6708/1
  • IS6708/2
  • IS6808/11
  • IS6909/11

Reitir IS6808/11 og IS6909/11 eru innan þess svæðis þar sem í gildi er samkomulag við Noreg um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Noregs, sem undirritað var 22. október 1981.

Á útboðstímabilinu hefur efnahagsástandið í heiminum verið í lægð ásamt því að olíuverð hefur verið lágt sem hefur án efa sett strik í reikninginn hjá öðrum áhugasömum aðilum um útboðið.

Þær umsóknirnar sem bárust Orkustofnun verða metnar í samræmi við þá aðferðarfræði sem birt var í útboðsgögnunum og stefnt er að því að endanleg ákvörðun um veitingu leyfa liggi fyrir í lok október nk.