Fréttir


Raforkuspá 2009 - 2030 komin út

6.8.2009

Orkustofnun hefur gefið út raforkuspá fyrir árin 2009 – 2030. Hún unnin er á vegum Orkupárnefndar og er endurreikningur á spá frá árinu 2005 út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. Spáin er byggð á forsendum um mannfjölda, fjölda heimila, landsframleiðsla og framleiðsla einstakra atvinnugreina.

Almennri raforkunotkun er skipt niður í sex flokka auk dreifi- og flutningstapa auk þess sem notkun vinnslufyrirtækja er sýnd sérstaklega. Fyrir stóriðju er miðað við samninga sem þegar hafa verið gerðir.

 
Samkvæmt endurreikningum mun almenn notkun forgangsorku aukast um 8% fram til 2015 og um 44% alls til 2030. Aukning notkunar er að meðaltali 1.7% á ári. Áætluð forgangsorka hefur aukist um 310 GWh fram til ársins 2030 við þennan endurreikning á spánni frá 2005 og er aukningin mest á höfuðborgarsvæðinu. 
 
Hægt er að nálgast spána í heild sinni hér.