Samstarfssamningur á milli Orkustofnunar og Háskólans í Reykjavík
Síðastliðinn föstudag var undirritaður samstarfssamningur á milli Orkustofnunar og Háskólans í Reykjavík vegna starfsnáms.
Samningurinn byggir á ákvæði 13. gr. reglna um meistaranám við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Á grundvelli samningsins samþykkir Orkustofnun að bjóða starfsnám fyrir nemendur í meistaranámi við lagadeild Háskólans í Reykjavík og gildir samningurinn fyrir skólaárin 2010 til og með 2012.



Kristín Haraldsdóttir, forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar og Lárus Ólafsson lögfræðingur OS, við undirritun samningsins.