Umsókn Sagex Petroleum og Lindir Exploration um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis dregin til baka
23.9.2009
Orkustofnun barst síðla dags þann 22. september 2009 erindi frá Sagex Petroleum, þar sem sameiginleg umsókn félagsins og Lindir Exploration um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu er dregin tilbaka.
Þann 15. maí sl. rann út frestur til að sækja um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæði. Orkustofnun bárust þá umsóknir frá:
- Sagex Petroleum og Lindir Exploration
Fyrr í sumar dró Aker Exploration umsókn sína til baka vegna breyttrar stefnumörkunar hjá fyrirtækinu í kjölfar samstarfs og síðar samruna við annað fyrirtæki.
Í ljósi þessa mun Orkustofnun ekki veita sérleyfi á þessu ári samkvæmt skilmálum fyrsta útboðs á sérleyfum til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu. Stefna um framhaldið verður mótuð á næstunni af viðkomandi stjórnvöldum.
Í samskiptum við þau olíuleitarfyrirtæki sem sýndu útboðinu áhuga, en sóttu hins vegar ekki um sérleyfi, kom fram að helstu ástæður fyrir því að þau sátu hjá að þessu sinni voru m.a. bágt efnahagsástand á útboðstímabilinu með tilheyrandi skorti á nýju fjármagni og mikil áhætta sem fylgir því að hefja rannsóknir á nýju svæði eins og Drekasvæðið er.