Fréttir


Fyrstu áhrif efnahagssamdráttar á raforkunotkun

14.10.2009

Nú þegar miklar breytingar eiga sér stað í þjóðfélaginu er mikilvægt að fylgst sé vel með þróun raforkunotkunar þar sem búast má við að efnahagssamdrátturinn muni koma fram í almennri raforkunotkun.

Raforkuhópur Orkuspárnefndar tekur saman tölur um raforkunotkun á þriggja mánaða fresti og birtir á heimasíðu orkuspárnefndar. Nú þegar miklar breytingar eiga sér stað í þjóðfélaginu er mikilvægt að fylgst sé vel með þróun raforkunotkunar þar sem búast má við að efnahagssamdrátturinn muni koma fram í almennri raforkunotkun.

Raforkuhópur orkuspárnefndar gaf út endurreiknaða raforkuspá um mitt þetta ár og þar er gert ráð fyrir að almenn notkun forgangsorku muni minnka á þessu ári um nálægt 1%. Tölur fyrir fyrstu 9 mánuði ársins benda til þess að minnkunin verði meiri eða 2-3%. Þrátt fyrir þessa breytingu mun raforkuspáin ekki vera endurskoðuð frekar á þessu ári en á næsta ári mun raforkuhópurinn fara ítarlega yfir þróun notkunar til að bæta grunn spárinnar sem mun koma út á því ári. Sjá nánari upplýsingar í minnisblaði um fyrstu áhrif efnahagssamdráttar á raforkunotkun.