Fréttir


Metanreiknivél í loftið

15.10.2009

Orkusetur hefur nú sett í loftið reiknivél sem hjálpar fólki að bera saman stofn- og rekstrarkostnað metanbíla og hefbundinna bíla með afar einföldum hætti.

Orkusetur hefur nú sett í loftið reiknivél sem hjálpar fólki að bera saman stofn- og rekstrarkostnað metanbíla og hefbundinna bíla með afar einföldum hætti. Reiknivélin sýnir að spara má mörg hundruð þúsund í eldsneytiskostnað og nú eru metanbifreiðar líka á hagstæðara verði. Aukabónusinn er svo tilheyrandi gjaldeyrissparnaður og minni útblástur gróðurhúsalofttegunda.

Reiknivélina má finna á eftirfarandi slóð: http://www.orkusetur.is/id/12266

Á meðfylgjandi mynd má sjá samanburð á innkaupaverði og rekstri sæmbærilegra bifreiða. Eins og sjá má á þessu dæmi munar 1,5 milljónum á innkaupum og þriggja ára rekstri þessara bifreiða.

Engin afsökun

Það hefur sjaldan verið mikilvægara að draga úr gjaldeyriskostnaði Íslandinga. Innfluttningur á jarðefnaeldsneyti er stór kostnaðarliður fyrir þjóðarbúið og talsverður hluti af dýrmætum gjaldeyri fer í að knýja fjölskyldubíla landsmanna. Það eru ekki allir nógu meðvitaðir um tilvist og kosti innlenda og umhverfisvæna eldsneytisins metans. Metan eða hauggas er framleitt úr sorpi hér á Íslandi og er afar umhverfisvænt. Það sem meira er að metan er miklu ódýrara og metanbílar eru að engu frábrugðnir hefbundnum bílum í gæðum. Vegna afslátta á vörugjöldum eru metanbílar í raun bæði ódýrari í innkaupum og rekstri. Í Reykjavík er ennþá aðeins ein metanstöð en hún er hinsvegar á besta stað í Artúnsbrekkunni í alfaraleið fyrir stóran hluta bæjarbúa.
Stærsti hluti metanbíla hefur bensíntank til vara sem eykur sveigjanleikann og tryggir að enginn lendir vandræðum þó að metanið þrjóti fjarri metanstöðinni.

Það má því segja að engin afsökun sé fyrir borgarbúa að kaupa EKKI metanbíl næst þegar ný bifreið er tekin í notkun. Vegna þess að :

  • Metanbílar búa yfir sömu gæðum og hefðbundnir bílar
  • Metanbílar eru miklu ódýrari í rekstri
  • Metanbílar nota innlent eldsneyti
  • Metanbílar eru ódýrari í innkaupum
  • Metanbílar eru umhverfisvænir
  • Metanbílar stuðla ekki að hnattrænni hlýnun
  • Metanbílar spara gjaldeyri
  • Metnabílar eru ekki flóknari í akstri en hefðbundnir bílar
  • Metanbílar geta skipt yfir í bensín þegar metanið þrýtur