Fréttir


Kynningarfundur - Orkuáætlun 7.rá

3.9.2010

Kynning á orkuáætlun 7.rá verður haldin á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 14. september kl. 9:00-11:30.
Húsið opnar kl. 8:40 með morgunverði fyrir gesti fundarins.
Dagskrá: 
  • Jeremie Zeitoun frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnir áætlunina og segir frá áherslum í nýrri vinnuáætlun
  • Dr. Ragnar Ásmundsson (ÍSOR) mun greina frá reynslu af þátttöku í evrópskum rannsóknarverkefnum. 
  • Rannís kynnir aðstoð við umsækjendur

Eftir hádegi gefst áhugasömum kostur á fundi með Jeremie Zeitoun frá framkvæmdastjórn ESB.

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með því að senda skilaboð á netfangið rannis@rannis.is í síðasta lagi fyrir hádegi 13. september. Þeir sem óska eftir viðtali við Jeremie Zeitoun eru beðnir um að skrá sig á sama netfang fyrir hádegi föstudaginn 10. september.

Aðgangur er ókeypis