Fréttir


Styrkir vegna umhverfisvænnar orkuöflunar

4.11.2009

Fyrsti samningur um greiðslu styrkja, vegna umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða aðgerða sem leiða til bættrar orkunýtingar við húshitun, var undirritað í húsakynnum Orkustofnunar á Akureyri í gær.

frett_04112009

Fyrsti samningur um greiðslu styrkja, vegna umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða aðgerða sem leiða til bættrar orkunýtingar við húshitun, var undirritað í húsakynnum Orkustofnunar á Akureyri í gær. Þegar liggja fyrir á annan tug beiðna um samninga á svipuðum nótum og standa væntingar til um að búið verði að afgreiða þá alla um miðjan mánuðinn. Það hefur tekið tíma að kynna málið fyrir notendum en nú virðist kominn fullur skriður á málið

Styrkir greiðast íbúðareiganda samkvæmt nánara samkomulagi milli Orkustofnunar og íbúðareiganda og byggir á þeim sparnaði sem umsækjandi ætlar að ná gegn eingreiðslu vegna framkvæmdarinnar og lækkunar á niðurgreiðsluhlutfalli hans í samræmi við væntanlegan orkusparnað.

Nánar má lesa um þetta hér og þar eru einnig umsóknareyðublöð til útfyllingar.